Haltu viðburðinn þinn í glæsilegum og uppfærðum húsakynnum Sólon Íslandus. Staðurinn er einn sögufrægasti veitingastaður á Íslandi í afskaplega fallegri byggingu í hjarta Reykjavíkur. Gestir geta notið sín og spjallað á svölum hússins sem gefur skemmtilegt útsýni yfir gatnamót Bankastrætis og Ingólfsstræti, miðpunkt miðborgarinnar þar sem ávallt er líflegt um að litast.
Fyrir veisluhald er salurinn frábær. Glæsilegt yfirbragð og auðvelt að finna í miðbæ Reykjavíkur. Næg bílastæði er í bílastæðahúsum örstutt frá.
Haltu viðburðinn þinn í glæsilegum og uppfærðum húsakynnum Sólon Íslandus. Staðurinn er einn sögufrægasti veitingastaður á Íslandi í afskaplega fallegri byggingu í hjarta Reykjavíkur. Gestir geta notið sín og spjallað á svölum hússins sem gefur skemmtilegt útsýni yfir gatnamót Bankastrætis og Ingólfsstræti, miðpunkt miðborgarinnar þar sem ávallt er líflegt um að litast.
Fyrir veisluhald er salurinn frábær. Glæsilegt yfirbragð og auðvelt að finna í miðbæ Reykjavíkur. Næg bílastæði er í bílastæðahúsum örstutt frá.
Sólon Islandus Bankastræti er án efa eitt af þekktari kennileitum miðborgarinnar. Á 1. hæðinni er veitingastaðurinn Sólon Islandus sem býður upp á ljúffenga rétti frá morgni til kvölds.
Á 2. hæð er ISLANDUS – veislu-, kokteil- og skemmtilsalur sem tekur um 80 manns í sitjandi borðhald og 130 manns í standandi veislur og viðburði.
ISLANDUS hefur verið tekin í gegn og endurnýjaður frá toppi til táar. Salurinn skartar m.a. skemmtilegum hringbásum sem rúma allt að 10 manns við hvert borð sem hentar einstaklega vel fyrir hópa. Glæsilegur bar, notaleg lýsing, fallegt umhverf og afar vandað hljóðkerfi gera ISLANDUS að tilvöldum stað til að gera vel við sig og lifta sér upp.
ISLANDUS er með allt til alls; rúmgóðu sviði, fyrsta flokks hljóðkerfi, ljósa- og myndbúnaði og hentar því vel bæði fyrir veislur sem og menningarviðburði, uppistand, tónleika, fundi og allt þar á milli. Einnig er hægt að nýta sviðið fyrir háborð í veislum – allt eftir tilefni hverju sinni
Svo má ekki gleyma því að minnast á svalirnar sem vísa út á Laugaveginn – miðpunkt miðbæjarins – þar sem hægt er að fá sér frískt loft og fylgjast með lifandi mannlífinu.
Boðið er upp á gott úrval af veitingum fyrir hvert tilefni – allt frá smáréttum sem henta vel í veislur og viðburði upp í margrétta veislumat – allt eftir tilefni hverju sinni. Þá er áhersla er lögð á spennandi kokteila, klassíska í bland við framandi. Einnig eru boðið upp á gott úrvali af léttvíni og bjór þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Í veislum og viðburðum á daginn er salurinn bjartur og fallegur og þá er hægt að panta kaffiveitingar.
Viðburðahús fyrir 250 – 300 manns Mögulegt er að leigja allt húsið, bæði veislusalinn á 2. hæð og veitingastaðinn á neðri hæð saman fyrir stærri veislur. Þá rúmar staðurinn allt að 300 manns í standandi viðburð og úr verður eitt flottasta viðburðahús borgarinnar. Gert er ráð fyrir því að veitingastaðnum sé lokað fyrir aðra gesti á meðan á veislu stendur
ATH – salurinn er eingöngu leigður út með veitingum. Leyfi til skemmtanahalds fram eftir nóttu (03:00)